Í dag fór fram skólamótið í skák í Stórutjarnaskóla. Snorri Már Vagnsson vann alla sína andstæðinga og þar með titilinn skólameistari Stórutjarnaskóla í skák í eldri flokki. Hinn ungi og efnilegi skákmaður Eyþór Rúnarsson vann frekar óvæntan sigur í yngri flokki með 4 vinninga af 5 mögulegum. Alls tóku 17 krakkar þátt í mótinu í báðum flokkum.


Staða efstu keppenda:
1. Snorri Már Vagnsson 5 1. sæti eldri fl.
2. Kristján Davíð Björnsson 4 2. sæti eldri fl.
3. Eyþór Rúnarsson 4 1. sæti y. fl.
4. Heiðrún Harpa Helgadóttir 3.5 3. sæti eldri fl.
5. Eyþór Kári Ingólfsson 3
6. Arnar Freyr Ólafsson 3
7. Ari Ingólfsson 3 2. sæti y. fl.
8. Elín Heiða Hlinadóttir 3
9. Marge Alavere 3 3. sæti y. fl
Í gær fór fram skólamót Borgarhólsskóla á Húsavík. Björn Gunnar Jónsson varð skólameistari í eldri flokki og þurfi hann ekki mikið að hafa fyrir sigrinu þar sem hann var eini keppandinn. Í ynrgi flokki vann Kristján Ingi Smárason öruggan sigur en hann vall allar sínar skákir sex að tölu.


Sjá nánar á vef Skákfélagsins Hugins
Næst komandi laugardag fer fram opið barna og unglinga mót í skák á Húsavík. Mótið hefst kl 14:00 í Framsýnarsalnum og fá allir keppendur páskaegg í verðlaun.
.