Snjóflóð og snjómokstur

0
135

Snjóflóðið sem féll við Ljósavatn í morgun var all stórt, Vilhjálmur Jón Valtýsson oftast kallaður Brói og Helen Jónsdóttir fóru að flóðinu í morgun og telja þau að flóðið sé um 220m breitt og  um 3m þar sem það er dýpst. Flóðið kom niður í Sandvíkina austan við Brúnkolluhól.

Skjáskot af vef vegagerðarinnar.
Skjáskot af vef vegagerðarinnar.

Helen sagði fréttaritara að mikill klaki væri í flóðinu, snjórinn þungur og erfiður. Brói er byrjaður að ryðja snjónum burt en það mun taka einhvern tíma að opna. Enn er óljóst með opnun um Víkurskarð.  Í morgun fór mjólkurbíll og jeppi sunnan megin við Ljósavatnið, um vegslóða er frá Arnstapa að Vatnsenda.