Snjóflóð féll í Dalsmynni

0
352

Snjóflóð féll í Dalsmynni aðfaranótt föstudagsins 14.feb. Flóðið féll úr Stóragili rétt innan marka Þingeyjarsveitar í Dalsmynni. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Arnór Erlingsson bóndi á Þverá í Dalsmynni tók, lokar snjóflóðið veginum og er vegurinn enn lokaður. Algengt er að þarna falli snjóflóð, en ekki ná þau öll niður á veg.

Jeppinn á Þverá upp við snjóflóðið. Mynd: Arnór Erlingsson
Jeppinn á Þverá upp við snjóflóðið. Mynd: Arnór Erlingsson

Að sögn Arnórs er snjóflóðið ekki nema um 30 metra breitt en óvenju þykkt, eða 4-5 metrar.

Að sög Arnórs er mikill snjór í fjöllunum í Dalsmynni og taldi hann líklegt að fleiri snjóflóð eigi eftir að falla í vetur.