Snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð í morgun og er hann nú lokaður. Enginn var á ferð um veginn er flóðið féll.

Páll Kristjánsson, verkstjóri Vegagerðarinnar, segir óvenjulegt að flóð sem falli á þessu svæði nái niður á veginn. Hann segir flóðið stórt og að verið sé að meta hvenær vegurinn verði ruddur.
Frá þessu segir á mbl.is