Smári hraðskákmeistari Goðans-Máta

0
91

Smári Sigurðsson varð í gærkvöld hraðskákmeistari Goðans-Máta með öruggum hætti þegar hann vann alla sína andstæðinga 8 að tölu. Jakob Sævar Sigurðsson varð annar með 7 vinninga og Heimir Bessason varð í þriðja sæti með 5 vinninga.

Verðlaunahafarnir í gærkvöld
Verðlaunahafarnir í gærkvöld

Hlynur Snær Viðarsson vann sigur í yngri flokki með 5 vinninga, Jón Aðalsteinn Hermannsson varð í öðru sæti með 2 vinninga og Bjarni Jón Kristjánsson, sem einnig fékk tvo vinninga, varð í þriðja sæti örlítið lægri á stigum en Jón.

Sjá nánar á heimasíðu Goðans-Máta