Smalað með dróna – Myndband

0
1371

Drónar eru til margra hluta nytsamlegir og geta t.d. sauðfjárbændur nýtt sér þá til að spara sér sporin. Ólafur Ólafsson bóndi á Bjarnastöðum í Bárðardal birti í gær myndband frá því þegar hann sendi drónann sinn út á tún til þess að smala saman ánum og reka þær inn í fjárhús fyrir nóttina.

Dróninn sem Ólafur á er af smærri gerðinni og heitir Mavic pro, með 25-30 mín flugþol og 7 km. drægni. Ólafur keypti hann í haust og notaði hann töluvert í göngum og sagði í spjalli við 641.is í morgun, að dróninn hefði sparið sér mörg sporin.

Á meðfylgjandi myndbandi sést vel hvernig gekk að smala ánum heim.