Smá raup

Örn Byström skrifar

0
579

Þar sem ég hefi oftast nær skrifað hér að sumum finnst neikvæðar greinar ætla ég að bæta um betur. Mér sem öldruðum öryrkja ber skylda til að þakka sveitarfélagi okkar fyrir góðan velgjörning við okkur sem erum farin að halla okkur að sporléttum leiðum.

Það er ekki sjálgefinn hlutur að sveitarfélag veiti öryrkjum og öldruðum jafn góða þjónustu og veitt er í sveitarfélagi okkar., og ekki má gleyma Framhaldsskólanum á Laugum og starfsfólki hans sem veitt hafa okkur svonefndum Boccíahóp mikinn velvilja á öllum sviðum. Það að vita af þeim góða hug sem starfsfólk sundlaugar og íþróttahús á Laugum hafa veitt okkur er okkur mikils virði Ég segji nú bara eins og Tómas Guðmundsson ” að jafnvel gamlir símastaurar verða grænir aftur”-þetta er gleðihittingur hjá okkur og maður er manns gaman.

Þegar áhuginn er orðinn svo mikill að mæta á” hitting” á Laugum að Agnar í Norðurhlíð vaknar uppúr 5 á morgnanna af spenningi fyrir boccíakeppni og mætir þar að auki í kirkjusokkunum sýnir svo sannarlga áhuga og gleði,Völundur í Straumnesi mætir á tveimur hækjum og hlær bara að sjálfum sér, Halla Lovísa segjir bara andskotinn ef boltinn fer ekki að hennar vilja og hlær við.Sólrún í Sólbakka  er mikil keppnismanneskja og það er eins gott að rauðir vinni ekki alltaf en hún spilar með bláu boltana. Okkur Sidda er allveg sama hvernig leikar fara, segjum við. Gutti grettir sig og bara hlær, Emma er eins og stökkmeri og kastar oft listavel,Gutti gerir það líka,þegar hann missir ekki boltann .Óli Antons er sallarólegur og er góður kastari.

Boccía er kjörinn íþrótt fyrir fólk á okkar aldri og skora ég á fleiri að mæta og hafa gaman af. Boccía er hægt að stunda víða í okkar sveitarfélagi t.d. Stóru-Tjarnarskóla – Hafralæk – Ljósvetningabúð – Kiðagili og vafalítið á fleiri stöðum . Völlurinn er 6 x 12.5 og það þarf því ekki stórt húsnæði.

Kunnátta okkar er að aukast og getum við í Boccíaklubbnum veitt aðstoð sé þess óskað, við höfum verið í góðu samstarfi við aðila bæði á Húsavík og Íþróttafélag Fatlaðra,þar á ég við  Önnu Karolínu Vilhjálmsdóttir hjá Íþróttarfélagi Fatlaðra,en hún er kunn fyrir sín störf í gegnum árin.

Örn Byström