Slátrun á vegum Norðlenska á Höfn í Hornafirði hætt

0
113

Í fréttatilkyningu sem Norðlenska sendi frá sér í dag segir ma. annars að ekki sé gert ráð fyrir að slátra sauðfé á vegum Norðlenska í slátúrhúsi félagsins á Höfn í Hornafirði haustið 2016.  Rekstur slátúrhússins á Höfn hefur verið þungur og miðað við núverandi stöðu á kjötmarkaði eru stjórnendur og stjórn Norðlenska nauðbeygð til að leita allra leiða til að draga úr kostnaði við slátrun og framleiðslu.

nordlenska-lit

Norðlenska gerir ráð fyrir að slátra því sauðfé sem bændur á svæðinu óska eftir að leggja inn hjá félaginu í komandi sláturtíð í sláturhúsi félagsins á Húsavík.

Unnið er að málinu í samvinnu við Sláturfélagið Búa, sem er meðeigandi í sláturhúsinu með Norðlenska.  Fundað verður með bændum á svæðinu á næstu vikum og haft samband við alla innleggjendur varðandi breytt fyrirkomulag.

Norðlenska er að leita leiða til að tryggja innleggjendum stórgripa hjá félaginu slátrun og þjónustu til frambúðar.  Stórgripaslátrun verður starfrækt með óbreyttu sniði á Höfn fyrst um sinn. Norðlenska.is