Skútustaðahreppur – Sveitarstjórapistill nr. 27 kominn út

0
318

Sveitarstjórapistill Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra Skútustaðahrepps, kom út í gær 15. febrúar 2018 í kjölfar sveitarstjórnarfundar í sveitarstjórn Skútustaðahrepps.

Í pistlinum er m.a. sagt frá nýjum skipulagsfulltrúa sveitafélagsins, nýjum innkaupareglum, skemmtilegum og fróðlegum fyrirtækjaheimsóknum, menningarmálum, fráveitumálum, umferðarmálum, framtíðaruppbyggingu við Kjörbúðina, veisluhöldum, málþingi um Heilsueflandi samfélag og ýmsu fleira.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðunni.

Sveitarstjórapistill nr. 27 – 15. febrúar 2017