Skútustaðahreppur – Mótmæla fækkun á dreifingardögum pósts í Mývatnssveit

0
99

Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps sem haldinn var þann 26. janúar 2016 var m.a rætt um boðaða fækkun á dreifingardögum pósts í Mývatnssveit.

Pósturinn-logo-300x204

 

 

Eftirfarandi bókun var samþykkt.

 

 

„Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir harðlega boðuðum breytingum á dreifingu pósts í sveitarfélaginu. Að mati sveitarstjórnar er um grófa mismunun að ræða sem þýða mun þjónustuskerðingu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem skerðir samkeppnishæfni þess. Sveitarstjórn skorar á stjórnendur Íslandspósts að endurskoða boðuð áform.“