Skútustaðahreppur auglýsir eftir sveitarstjóra

0
132

Skútustaðahreppur auglýsir eftir öflugum og drífandi einstakling í starf sveitarstjóra á atvinnuvef Morgunblaðsins í gær. Í auglýsingunni er tiltekið að viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum og hafa mikinn áhuga á sveitarfélaginu og umhverfi þess.

Skjaldarmerki_Skutustadahrepps

Þá er gerð krafa um að nýr sveitarstjóri hafi búsetu í sveitarfélaginu.

Menntunar og hæfniskröfur

-Menntun sem nýtist í starfi.
-Þekking á opinberri stjórnsýslu, reynsla af sveitarstjórnarmálum er æskileg.
-Reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri er skilyrði.
-Mikil hæfin í mannlegum samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla.
-Jákvæð drift og geta til ákvarðanatöku.
-Nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
-Reynsla af stefnumótunarvinnu og eftirfylgni er æskileg.
-Áhugi og þekking á umhverfismálum

Umsóknarfrestur er til 22. ágúst.

Sjá nánar hér