Skora á Norðlenska að greiða uppbót á haustinnlegg sauðfjárafurða

0
340

Í vikunni var tilkynnt um að Kjötafurðastöð KS og Sláturhús KVH muni greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg s.l. hausts.  Greidd verða 10% viðbótargreiðsla á innlegg í ágústmánuði og 6,04% viðbótargreiðsla á innlegg í september og október.  Í tilkynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að ágæt sala á afurðum og veiking íslensku krónunnar skapi grundvöll til þess að greiða bændum þessa viðbótargreiðslu. 

Af þessu tilefni hafa félög sauðfjárbænda á norður og austurlandi sent frá sér eftirfarandi áskorun til Norðlenska

“Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð, Félag sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu, Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og Félag sauðfjárbænda á Suðurfjörðum skorar á Norðlenska ehf. að greiða innleggjendum sauðfjárafurða uppbót á haustinnlegg 2018 að lágmarki sambærilega öðrum sláturleyfishöfum”