Skólastefna Þingeyjarsveitar – hugarflugsfundir

0
76

Svo sem flestum mun kunnugt er nú unnið að gerð skólastefnu fyrir Þingeyjarsveit. Liður í þeirri vinnu eru hugarflugsfundir með nemendum (5. – 10. bekk), foreldrum og starfsfólki skólanna í sveitarfélaginu.

logo ÞingeyjarsveitHugarflugsfundir verða í Stórutjarnaskóla mánudaginn 11. febrúar nk. Fundir með nemendum verða á skólatíma.
Fundur með starfsfólki verður kl. 15:30.
Fundur með foreldrum verður kl. 20:30 um kvöldið.

Hugarflugsfundir verða í Þingeyjarskóla þriðjudaginn 12. febrúar nk. Tímasetning funda með nemendum verður nánar auglýst með dreifimiða sem nemendur taka heim með sér.

Fundur með starfsmönnum skólans verður haldinn í Hafralækjarskóla kl. 16:00.  Fundur með foreldrum verður í Litlulaugaskóla kl. 20:30.
Arnór Benónýsson og Ingvar Sigurgeirsson stýra fundunum. Þá er íbúum Þingeyjarsveitar sem áhuga hafa á að koma á framfæri hugmyndum og tillögum við gerð skólastefnu fyrir sveitarfélagið bent á að senda þær í tölvupósti til verkefnisstjóra á póstfangið: arnor@thingeyjarsveit.is
Verkefnisstjóri