Skólarnir að hefjast

0
93

Haustið er handan við hornið og grunnskólarnir eru að hefjast. Á næstu dögum eru skólasetningar og hér fyrir neðan má sjá hvenær þær eru og skóladagatöl hvers skóla fyrir sig.

yddari

Þingeyjarskóli verður settur föstudaginn 23. ágúst  kl 11:00 að Ýdölum. Sjá má skóladagatalið hér 

 

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur sunnudaginn 25. ágúst 2013 kl. 18.00. Athöfnin verður í íþróttahúsi skólans. Nánar hér

Skólasetning Reykjahlíðarskóla verður mánudaginn 26. ágúst kl. 10:00. Eftir setningu verða nemendur í skólanum til kl. 13:40. (nánar í Mýflugunni) Skóladagatalið má skoða hér.

Stórutjarnaskóli verður settur mánudagskvöldið 26. ágúst kl 20:30 á sal skólans. Skóladagatal má finna hér.