Skólahaldi aflýst í Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla á morgun þriðjudag

0
93

Búið er að aflýsa skólahaldi á morgun, þriðjudaginn 8.desember, í Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla, þar sem útlit er fyrir leiðindaveður fram yfir hádegi á morgun. Nemendur í Þingeyjarskóla voru sendir heim í hádeginu í dag en nemendur í Stórutjarnaskóla fara heim á venjulegum tíma í dag.

Vindaspá 7. des 2015

Vegna slæmrar veðurspár mun sundlaugin og íþróttahúsið á Laugum loka klukkan 18:00 í kvöld. Lokað verður til klukkan 12 á hádegi á morgun.

Víkurskarði og Mývatnsöræfum verður lokað kl 16:00 í dag. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að allur akstur er bannaður á þessum leiðum með lokanir standa yfir. Áætlað er að þessir vegir verði opnaðir á morgun.