Vegna óveðurs verða tafir á mjóllkurflutningum austan Víkurskarðs vegna þess að það er ófært enn einu sinni. Einn mjólurbíll, með 13.000 lítra vagn, er þó austan við Víkurskarð og er hann kominn af stað í afar slæmu skyggni og gengur lúshægt. Reynt verður að safna mjólk samkvæmt mánudagsáætlun þ.e. Aðaldal austanverðum, Reykjahverfi, Ljósavatnsskarði og ef pláss leyfir í Fnjóskadal. Ekki verður sótt mjólk á Tjörnes að svo stöddu enda nægt tankpláss hjá bændum þar. Annar bíll fer austur um leið og opnast til að sækja mjólk í Bárðardal, Fnjóskadal og aðra bæi sem eru vanalega á mánudagsáætlun.

Mynd: Jónas Reynir Helgason
Allt skólahald var fellt niður í Stórutjarnaskóla og á Hafralæk í morgun vegna veðurs. Skólahald hófst í Reykjahlíðarskóla í morgun, en börn verða send heim nú í hádeginu vegna versnandi verðurs.
Skólahald er samkvæmt stundarskrá í Litlulaugaskóla í Reykjadal.
Lesendur geta fylgst með færð á vegum og séð aðstæður á vegum í Þingeyjarsýslu með því að skoða vefmyndavélar vegagerðarinnar hér neðarlega til hægt á 641.is