Sinnir sálgæslu við eldhúsborðið

0
85

Prestur í Norðurþingi segir fólk sækja í sálgæslu við eldhúsborðið sitt – frekar en að leita sérfræðiaðstoðar á Akureyri. Hann segir að mæta verði betur sálgæsluþörf íbúanna. Bæjarráð Norðurþings tók á dögunum fyrir erindi þar sem lagt er til að komið sé til móts við aukna sálgæsluþörf íbúa svæðisins – til viðbótar við þá þjónustu sem þegar er veitt.

Sr Sólveig Halla Kristjánsdóttirþ Mynd: Hafþór Hreiðarsson.
Sr Sólveig Halla Kristjánsdóttirþ
Mynd: Hafþór Hreiðarsson.

Tillöguna sendir séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir sem starfar nú sem bóndi rétt við Húsavík. Hún segir töluverðan fjölda fólks hafa sett sig í samband við sig undanfarið til að ræða málin. „Þetta er fyrst og fremst fólk sem vill fá að tala um sínar tilfinningar.

 

 

Fólk er kannski að glíma við tilfinningalíf sitt eða erfið samskipti í umhverfi sínu eða nærumhverfi, sem því finnst gott að geta talað um og fá smá leiðbeiningar. Og við bara hittumst oftast heima hjá mér, við eldhúsborðið. Þegar þetta voru orðin eitt til fimm viðtöl á viku, þá var mér orðið ljóst að það væri þarna talsverð þörf.“

Sólveig Halla segir presta veita sálgæslu – hún geri skjólstæðingum sínum grein fyrir því að hún sé ekki með sérfræðimenntun eins og sálfræðingar og geðlæknar sem fólk leitar allajafna til með andlega erfiðleika. Þeir séu hins vegar ekki eins aðgengilegir. „Það sem fólk sagði mér var bæði löng bið og svo vex fólki í augum hvað þetta kostar mikið, og það er talsvert fyrirtæki að fara reglulega inn á Akureyri yfir vetrartímann, Fólk sinnir sínu starfi engu að síður vel, en það er undirmannað og það er mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki. En það má gera betur, það má gera betur því þörfin er fyrir hendi. Það er það sem ég er að skynja.“ (ruv.is)