Sigmundur Davíð efstur á lista Miðflokksins

0
399
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur var áður oddviti Framsóknarflokksins í kjördæminu. Listinn var kynntur í gær.

Listinn í heild er þannig skipaður:

1.      Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður, Fljótsdalshéraði
2.      Anna Kolbrún Árnadóttir menntunarfræðingur, Akureyri
3.      Þorgrímur Sigmundsson verktaki, Norðurþingi
4.      Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi, Eyjafjarðarsveit
5.      Anna Þórhildur Kristmundsdóttir millistjórnandi, Fjarðarbyggð
6.      Hannes Karlsson framkvæmdastjóri, Akureyri
7.      Sigurður Valdimar Olgeirsson leiðtogi hjá Fjarðaál, Fjarðarbyggð
8.      Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri, Fljótsdalshérað
9.      Magnea María Jónudóttir nemi, Fjarðabyggð
10.   Regína Helgadóttir bókari, Akureyri
11.   Ragnar Jónsson sölumaður, Eyjafjarðarsveit
12.   Sigríður Bergvinsdóttir hársnyrtimeistari, Akureyri
13.   Hannes Karl Hilmarsson verkstjóri, Fljótsdalshéraði
14.   Úlfhildur Rögnvaldsdóttir lífeyrisþegi,  Akureyri
15.   Björn Ármann Ólafsson skógarbóndi, Fljótsdalshéraði
16.   María Guðrún Jónsdóttir verkakona, Norðurþingi
17.   Þórólfur Ómar Óskarsson bóndi, Eyjafjarðarsveit
18.   Guðmundur Þorgrímsson verktaki, Fjarðabyggð
19.   Aðalbjörn Arnarsson framkvæmdastjóri, Langanesbyggð
20.   Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri, Fjarðarbyggð