séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir boðin velkomin.

0
974

Boðið var til sameiginlegrar kvöldmessu í Þorgeirskirkju fyrir Háls, Lundabrekku og Ljósavatnssóknir sunnudagskvöldið 26. ágúst. Tilefnið var að bjóða velkomna sr. Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur og fjölskyldu hennar. Sólveig Halla mun þjóna í eins árs námsleyfi sr. Bolla Péturs Bollasonar. Sólveig Halla er þakklát fyrir það tækifæri að fá að þjóna hér í Laufásprestakalli og að kynnast þessu samfélagi. Sólveig Halla predikaði, sagði söguna um miskunsama samverjann og lagði áherslu á að við kæmum vel fram við alla, án tillits til þjóðernis, litarhafts, trúar, kynhneigðar og fleira. Gengið var til heilagrar kvöldmáltíðar eða altarisgöngu, þar sem  minnst er Jesú, dauða hans og síðustu kvöldmáltíðarinnar. Kirkjukórinn söng undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur organista. sr. Bolli Pétur stefnir svo að því að koma næsta haust og vera með kveðjumessu.

Eftir messu bauð sóknarnefnd uppá kaffi, konfekt og nýsteiktar kleinur, sem Karen Hannesdóttir á Krossi steikti og gerðu allir góðan róm að.

séra Sólveig Halla og séra Bolli Pétur.
kirkjukórinn söng undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur organista.
Altari Þorgeirskirkju.