séra Bolli Pétur Bollason kveður

0
518

Kveðjuguðsþjónusta verður haldin í Þorgeirskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 15:00 (athugið tímasetningu sem er harla óvenjulegur messutími).

þar mun sr. Bolli Pétur Bollason kveðja söfnuði Háls-Ljósavatns- og Lundarbrekkusókna eftir prestsþjónustu í prestakallinu í tæpan áratug. Þarna verður kristniboðsdagurinn jafnframt haldinn hátíðlegur og mun sr. Bolli leggja út af skírnar-og kristniboði Jesú Krists.

Kirkjukórar sóknanna syngja undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur. Að lokinni athöfn bjóða sóknirnar viðstöddum upp á kaffiveitingar í Safnaðarheimili. Allir hjartanlega velkomnir !

séra Bolli kveður