Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska 2016

0
361

Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska 2016 verður með eilítið breyttu sniði frá því sem verið hefur undanfarin ár.  Dregið verður úr slátrun á Höfn og hún aukin á Húsavík á móti.  Eru þetta viðbrögð við versnandi afkomu í sauðfjársláturn sem kynnt var á bændafundum Norðlenska og Búsældar á vormánuðum. Frá þessu segir á vef Norðlenska í dag.

Úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Mynd : Norðlenska.is
Úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Mynd : Norðlenska.is

Slátrun hefst á Húsavík fimmtudaginn 1.september og sláturtíðarlok á Húsavík eru áætluð föstudaginn 28.október.  Áætlað er að hefja sláturn á Höfn miðvikudaginn 21.september og áætluð sláturtíðarlok á Höfn eru föstudaginn 4.nóvember.  Áætlanir geta hliðrast eitthvað til háð því hve sláturfjárloforð verða mikil.

 

Áætluð heildar slátrun á Húsavík er um 95.000 stk.
Áætluð heildar slátrun á Höfn er um 19.000 stk.

 

Til að unnt sé að veita sem besta þjónustu á sama tíma og nauðsynlegt er að draga úr kostnaði er mikilvægt að samvinna Norðlenska og innleggjenda sé góð.  Óskar Norðlenska því eftir sláturfjárloforðum frá innleggjendum, núverandi og nýjum, sem fyrst og eigi síðar en 10. ágúst 2016.

Heimtaka í sauðfjársláturtíð verður með þeim hætti að heila ófrostna skrokka skal sækja daginn eftir slátrun en frosið og sagað eigi síðar en þrem dögum eftir slátrun ef náð er í kjötið í sláturhús félagsins  á Húsavík og Höfn.  Kjöt veður einnig afhent, samkvæmt venju, frosið á Egilsstöðum og Akureyri fyrir innleggjendur á þeim svæðum.  Það heimtökukjöt frá innleggjendum í nágrenni við Höfn sem berst til Húsavíkur fæst afhent í sláturhúsinu á Höfn fimm til sex dögum eftir slátrun.

Varðandi stórgripaslátrun á Höfn í Hornafirði þá verður stórgripum ekki slátað á Höfn þegar sauðfjársláturtíð stendur yfir í húsinu, frá 21.september til 4.nóvember, en verður með hefðbundnu sniði fyrir og eftir sláturtíð. Norðlenska.is