Samstöðufundur við Kjarna í gær

0
110

Rúmlega 50 manns mættu á samstöðufund með áframhaldandi grunnskólahaldi í Reykjadal fyrir utan Kjarna á Laugum sem fram fór síðdegis í gær, á sama tíma og fundur stóð yfir í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar.

Aðalsteinn Már Þorsteinsson
Aðalsteinn Már Þorsteinsson

 

Samstöðufundurinn var boðaður í tilefni þess að það styttist í ákvarðanatöku hjá sveitarstjórn Þingeyjarsveitar um framtíðarskipan Þingeyjarskóla og vildu þeir sem mættu á fundinn minna á hversu mikilvægt það er fyrir áframhaldandi uppbyggingu Þingeyjarsveitar allrar, að áfram sé starfræktur grunnskóli á Laugum.

Viðstaddir sungu nokkur lög og Aðalsteinn Már Þorsteinsson sem boðaði til fundarins, hélt ræðu um mikilvægi þess að tryggja áframhaldandi grunnskólahald á Laugum.

 

 

Samstöðufundinum lauk um fimmleytið, en þá var sveitarstjórnarfundi enn ólokið.

Hluti fundargesta fyrir utan Kjarna í gær
Hluti fundargesta fyrir utan Kjarna í gær.
Sveitarsjórn sat á fundi á meðan.
Sveitarsjórn sat á fundi á meðan.