Samstöðu og styrktartónleikar í kvöld í Reykjahlíðarkirkju

0
111

Í kvöld, Þorláksmessu verður efnt til samstöðu og styrktartónleika í Reykjahlíðarkirkju. Hugmyndin er að eiga saman góða stund í lok aðventunnar, hlusta á 100% Mývetnsk tónlistaratriði og styrkja um leið þarft málefni. Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir stundvíslega klukkan 20:00.  Á staðnum verður söfnunarkassi þar sem tekið verður á móti frjálsum framlögum sem við komum svo í hendur aðstandenda.

Reykjahlíðarkirkja.
Reykjahlíðarkirkja.

Málefni:
Að þessu sinni höfum við ákveðið að styrkja Jón Andra Hnikarrsson sem hefur ásamt fjölskyldu sinni búið á Laugum í Reykjadal. Jón Andri er 6 ára strákur sem greindist með bráðahvítblæði 27. október síðastliðinn. Hann hefur verið í stífri lyfjameðferð síðan hann greindist. Jón Andri svarar lyfjameðferð vel og fækkar krabbameinsfrumunum stöðugt.

Vegna veikinda Jóns Andra hafa foreldrar hans, þau Andri Hnikarr Jónsson og María Jónsdóttir þurft að hætta að vinna og fjölskyldan flutt til Reykjavíkur meðan á meðferð stendur, sem er áætlað að taki um tvö og hálft ár. Batahorfur er því betur góðar þar sem Jón Andri er ungur og hraustur strákur. Þrátt fyrir það er löng barátta framundan sem kemur til með að reyna mikið á þessa litlu fjölskyldu, bæði andlega og fjárhagslega.

Einnig hefur verið stofnaður reikningur í hans nafni Jóns Andra
Reikn 0565-14-403582 Kt. 170807-2430

Fram koma;
Stefán Jak, Jakob Stef og Ottó Páll
Tríó Helga James
Margrét Hildur og Sölvi Karls
Kór Reykjahliðarkirkju
Hjördís Einarsdóttir
Hildur Ásta, Daddi og gestir

Kynnir: Ólafur Þröstur
Sjáumst hress á Þorláksmessu. Kær kveðja: Stefán Jak og Ottó Páll.