Samdráttur í skólahaldi í Þingeyjarsveit – Leikskóladeildinni Bárðargili lokað

0
196

Fimmtudaginn 22. maí var hin árlega vorhátíð haldin hjá okkur í Bárðargili. Að þessu sinni var hún töluvert öðruvísi en hinar að því leyti að þetta var sú síðasta þar sem Bárðargil er að loka. Drengirnir okkar mættu með hjólin sín og nutu þess að vera úti í góða veðrinu og hjóla. Um hálf tólf mættu svo foreldrar, nokkur systkini og ömmur og afar.

Bárðargil
Starfsfólk og krakkar í Bárðargili

Tveir drengir voru að útskrifast úr leikskóla og munu hefja skólagöngu næsta haust en það eru þeir Daníel Róbert Magnússon og Gísli Berg Hlinason. Þeir voru kvaddir með útskriftarskjali, blómi og möppu sem hefur að geyma alls konar minningar úr leikskólanum. Að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur og hamborgara og svo skelltu drengirnir sér í sumarfrí. Starfsfólk Bárðargils þakkar öllum fyrir samveruna.

Myndir hér.