Sálubótar tónleikar

0
184

Söngfélagið Sálubót hélt tónleika í Stórutjarnaskóla sunnudaginn 3. apríl undir stjórn Jaan Alavere sem lék einnig á hljómborð, Pétur Ingólfsson lék á bassa, Marika Alavere á fiðlu í nokkrum lögum og Frímann Sveinsson greip í gítarinn þegar við átti.
Þetta eru tónleikar sem upphaflega áttu að vera á konudaginn en vegna veðurs varð að fresta þeim þá. Gott og bjart veður var hins vegar á sunnudaginn, vorlegt og fallegt.
Kórinn bauð uppá fjölbreytta dagskrá, lög eftir okkar ástsælu Friðrik Jónsson og Sigfús Halldórsson, Jaan átti lag á dagskránni við texta eftir Evu Hjálmarsdóttur, svo voru þarna lög eins og Lady fish and ships, Alparósin, Fröken Reykjavík, Líttu sérhvert sólarlag og fleiri falleg lög, bæði innlend og erlend. Jónas Reynir Helgason söng einsöng í nokkrum lögum. Rétt fyrir hlé yfirgáfu konurnar salinn og eftir stóðu karlarnir og þar með var kominn karlakór sem söng ,,Ég er enskur offiser,, eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni. Þá gengu flestir karlarnar úr salnum, en þó ekki allir, og eftir varð kvartett skipuð þeim Pétri Ingólfssyni, Jaan Alavere, Hávari Sigtryggssyni og Jónasi Reyni Helgasyni, þeir sungu lögin ,,Augun þín blá,, og ,,Stúlkan mín er mætust,, eftir þá bræður Jón Múla og Jónas.
Glæsilegt kaffihlaðborð að hætti kórfélaga, beið tónleikagesta í hléi, það var mjög veglegt, fjölbreytt og afar gott. Tónleikagestir voru fjölmargir, setið var í nánast öllum sætum, gestirnir voru á öllum aldri og nutu vel. Næstu tónleikar Sálubótar verða 19. apríl í Glerárkirkju kl. 20:00 og í Húsavíkurkirkju 30. apríl kl. 17:00.

IMG_9045
Jónas Reynir og kórinn

 

 

 

 

 

IMG_9029
Marika Alavere

 

 

 

 

Frímann, Pétur og Jaan.
Frímann, Pétur og Jaan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

karlakórinn
karlakórinn

 

 

 

 

 

Pétur, Jaan, Hávar og Jónas Reynir.
Pétur, Jaan, Hávar og Jónas Reynir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_9040