Sálubót Sálubót söngurinn er,,,,

0
67

Söngfélagið Sálubót sem fagnar 20 ára afmæli á þessu ári, hefur ákveðið að halda söngskemmtun með kaffihlaðborði í Stórutjarnaskóla kl. 15:00 á sjálfan Konudaginn.

Þar verður söngur og annar tónlistarflutningur og hlaðin borð af góðgæti til að gæða sér á. Þetta er auðvitað kjörið tækifæri fyrir eiginmenn og unnusta að gera nú vel við konur sínar og bjóða þeim á tónleika og kaffihlaðborð og njóta sjálfir um leið, eða fyrir konur að gera vel við sig sjálfar. Þetta er sum sé næring fyrir líkama og sál. Auðvitað geta börnin komið með, því frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Annars er miðaverð  2.500 krónur fyrir tónleika og kaffihlaðborð.

Sálubót 2011
Sálubót 2011

 

 

 

 

 

 

Myndin er fengin hjá Sálubót.