Rýming á svæðinu norðan Vatnajökuls gekk vel

0
183

Björgunarsveitir, lögregla og landverðir unnu í gærkvöldi og fram á nótt við að loka og rýma svæðið þar sem Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættusvæði í gær. Yfir 100 manns reyndust vera á svæðinu, þ.m.t. þeir sem voru í skálum í Kverkfjöllum og Dreka. Hófst rýmingin seinni partinn og var lokið rétt eftir miðnætti. Einnig voru sett upp skilti um lokanir á vegum og björgunarsveitir stóðu vaktina við lokunarpósta. Frá þessu segir á Landsbjörg.is

lokanir 20 ágúst
Smella á til að stækka

Í dag verður svæðið skoðað betur til að fullvíst sé að ekki séu fleiri ferðamenn staddir þar.

Rýmingin er eingöngu gerð af öryggisástæðum, engar breytingar hafa orðið á skjálftavirkni í Bárðarbungu sem gefa til kynna auknar líkur á eldgosi. Einnig búast jarðvísindamenn ekki við hamfaraflóði þótt eldgos verði. Svæðið er hins vegar stórt og nokkurn tíma tekur að rýma það, tíma sem e.t.v. gæfist ekki eftir að eldgos hæfist.