19 laxar veiddust í Skjálfandafljóti á fyrsta degi veiðitímabilsins í gær. Þetta voru allt boltalaxar, sá minnsti líklegast um 5 kg. Frá þessu er sagt á veiðfréttavefnum agn.is Þetta er einhver besta byrjun í Skjálfandafljóti lengi.

10 laxar hafa veiðst á Austurbakka neðri, 5 á Barnafelli og 2 á Austurbakka Efri. Vakin er athygli á lausum stöngum næstu daga. “Þetta veiðir sig ekki sjálft” segir á agn.is [scroll-popup-html id=”12″]