Réttardagsetningar 2013

0
98

Réttað verður í Baldursheimsrétt og Hlíðarrétt í Mývatnssveit og í Víðikersrétt í Bárðardal sunnudaginn 1. september, samkvæmt lista sem er birtur bóndi.is. Helgina eftir verður svo réttað í amk. 8 réttum víðsvegar í Þingeyjarsýslu. Dagsetningar vantar á nokkuð margar réttir og geta lesendur bætt úr því með því að hafa samband við 641.is og senda upplýsingar um réttar dagsetningar.

Frá Reykjahlíðarrétt. Mynd: Guðmundur Haraldsson.
Frá Reykjahlíðarrétt. Mynd: Guðmundur Haraldsson.

Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, sunnudaginn 1. sept.
Víðikersrétt í Bárðardal sunnudaginn 1 sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, sunnudaginn 1. sept.
Dálkstaðarétt á Svalbarðsströnd,  laugardaginn 7. sept.
Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, laugardaginn 7. sept.
Mýrarrétt í Bárðardal laugardaginn 7. sept.
Skógarétt í Reykjahverfi, laugardaginn 7. sept.
Árrétt í Bárðardal sunnudaginn 8. sept.
Hraunsrétt í Aðaldal, sunnudaginn 8. sept.
Illugastaðarétt í Fnjóskadal, sunnudaginn 8. sept.
Fótarrétt í Bárðardal mánudaginn 9, sept.

Ósrétt Langanesbyggð 10. sept
Hallgilsstaðarétt á Langanesi 11 og 16. sept
Lokastaðarétt í Fnjóskadal,  sunnudaginn 15. sept.
Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, sunnudaginn 15. sept
Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, mánudaginn 16. sept
Tunguselsrétt Langanesbyggð mánudaginn 16. sept
Miðfjarðarnesrétt þriðjudaginn 17. sept

Garðsrétt í Þistilfirði, ?
Katastaðarétt í Núpasveit, ?
Leirhafnarrétt á Melrakkasléttu, ?
Sandfellshagarétt í Öxarfirði, ?
Tungurétt í Öxarfirði, ?
Húsavíkurrétt  ?
Tjörnesrétt  ?

Nánar hér.