Réttað verður víða í Þingeyjarsýslu á morgun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem 641.is hefur aflað verður réttað í amk. fjórum réttum á morgun föstudag.

Réttað verður í Illugastaðarétt og Lokastaðarétt í Fnjóskadal kl 9:00 í fyrramálið .
Réttað verður í Baldursheimsrétt kl 9:00 og í Hlíðarrétt í Mývatnssveit kl. 10:00 í fyrramálið.