Reiðilestur

0
1967

Nú er ég bæði sár og bál reiður yfir dæmalausri heimsku þeirra sem ráða samgöngumálum hér í hinni gömlu Þingeyjarsýslu.

Forgangsröðunin er með þeim fádæmum að engu tali tekur. Nær 3 miljarðar hafa farið í algjörlega tilgangslaus göng gegn um Húsavíkur höbbðan.

Miljóna tugir eiga að fara í slitlag á vegi milli Reykjahverfis og Mývatnssveitar. Veg sem misst hefur allan tilgang.

Það er eins og engin viti að þrjár einbreiðar brýr eru á Skjálfandafljóti, einbreið brú er á Tjörnesi. Allir sem einhverja skynsemi hafa vita að brúin við Fosshól er ein af hættulegustu slysagildrum á þjóðvegi 1.

Þar verður óhjáhvæmilega stórslys fyrr eða síðar, eins er með Köldukvíslar brúna á Tjörnesi.

Þá hef ég ekki nefnt drulluslóðana, að austanverðu í Fnjóskadal, Bárðardal gjörvöllum, Út Kinn, Austurhíðinni í Reykjadal, Laxárdal, Stafnsvegi, Sandsbæja vegi, og Stangarveg.

Allar þessar brýr væri hægt að byggja og malbika allar ofantaldar slóðir fyrir það fé sem hennt er í þessi gælugög sem eiga að þjónusta Bakka endaleysu Húsvíkinga sem mun trúlega borga sig seinna en Vaðlaheiðargöngin.

Fjármununum væri betur varið í þessa slóða og skila meiri arði í þjóðarbúið.

Ekki hef ég séð að sveitarstjórnir hér séu óánægðar með þessa meðferð vegafés.

Megi þeir sem höndla svona forkastanlega með almannafé skammast sín og megi skömm þeirra vera okkur víti til varnaðar.

Jónas á Lundarbrekku.