Reiðilestur númer 2

0
1427

Ég var hvergi nærri nógu orðljótur og nískælinn í fyrri pistli. Nú skal bætt úr því.

Forgangsröðun í samgöngumálum er ennþá fáránlegri en ég skrifaði um í fyrri pistli.
Nú er búið að bjóða út, eða verður næstu daga , tvo vegi hlið við hlið frá hinni miklu iðnaðarborg á Tjörnesi upp í Mývatnssveit.

Þá verða þrír vegir með bundnu slitlagi frá Tjörnesi til Mývatnssveitar.
Ég óttast að fólk bugist af valkvíða .
Hvers konar andskotans hálvitagangur er þetta?

Af mörkuðum tekjustofnum vegamála er stolið um 15-20 miljörðum í önnur verkefni.
Spekingarnir sem við kusum til setu á Alþingi er drullu sama.

Ráðherra rægsnið segir enga peninga til, eina leiðin sé gjaldtaka af umferðinni.

Er ekki komin tími til að velja fólk með nokkurn vegin meðal greind í ráðherraembætti?
Jónas á Lundarbrekku.