Rammþingeyskir jólatónleikar

0
209

Þrjár ungar tónlistarkonur úr Þingeyjarsýslu sem eru búsettar í Reykjavík ætla að halda tónleika með lögum eftir þingeysk tónskáld og textahöfunda nú milli jóla og nýárs. Verkin eru ýmist flutt á hefðbundinn máta eða í útsetningum þeirra stallsystra. Sem dæmi má nefna verða flutt lög eftir Friðrik Jónsson og þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni en einnig núlifandi tónskáld. Markmiðið með tónleikunum er að miðla þingeyskum menningararfi á lifandi hátt.

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, harmóníkuleikari, Fanney Kristjánsdóttir, söngkona,  og Anna Gunnarsdóttir, flautuleikari.
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, harmóníkuleikari, Fanney Kristjánsdóttir, söngkona, og Anna Gunnarsdóttir, flautuleikari.

Samstarfsverkefnið hlaut styrk frá þróunnarverkefninu Aftur heim til þess að taka tónleikana upp á hljóð og mynd. Aftur heim hefur það að markmiði að efla tengsl við brottflutta unga listamenn úr Þingeyjarsýslum við heimasvæði sitt.

Tónleikarnir verða haldnir föstudagskvöldið 27. desember kl 20:30 í Húsavíkurkirkju og laugardagskvöldið 28. desember kl 20:30 í Skútustaðakirkju.