Raflína yfir Skjálfandafljót að falli komin

0
227

Raflínustaur sem stendur syðst á Valley í Skjálfandafljóti í miðjum Bárðardal, er að falli komin eftir miklar leysingar í fljótinu í nótt. Í raun má segja að hann hangi uppi á sjálfri raflínunni, en enn er rafstraumur á henni. Raflína þessi flytur rafmagn til Sunnuhvols og Sigurðarstaða. Mynd hér fyrir neðan er tekin um hádegi í dag. Ef smellt er á hana sést vel hve staurinn í miðju fljótinu hallast mikið í norður, undan straum.

Hér sést að raflínustaurinn er að falli kominn. Mynd: Ríkarður Sölvason.
Hér sést að raflínustaurinn er að falli kominn. Mynd: Ríkarður Sölvason.

Ríkarður Sölvason á Sigurðarstöðum sagðist í spjalli við 641.is nú í kvöld, óttast að staurinn gæfi sig í nótt, enda ekki mikið sem heldur honum núna.

Myndin hér að neðan er frá Kálfborgará í Bárðardal við gömlu brúna. Eins og sést er hún kolmórauð eins og flest vatnsföll þessa daganna.

Kálfborgará í gærkvöld. Mynd: Ríkarður Sölvason
Kálfborgará í gærkvöld. Mynd: Ríkarður Sölvason