Ráðið hefur verið í starf þjónustustjóra sparisjóðsins á Húsavík

0
413

Helga Dögg Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra Sparisjóðs Suður-Þingeyinga á Húsavík og mun hefja þar störf þann 1.8. nk.

Helga Dögg er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og með MS í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla. Hún hefur starfað hjá Íslandsbanka í Reykjavík  frá 2013 og áður var hún sumarstarfsmaður hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga og í útibúi SPRON á Seltjarnarnesi.

Helga er fædd og uppalin á Húsavík, fluttist til Reykjavíkur árið 2005 til þess að stunda nám og hyggst nú flytjast aftur á æskuslóðirnar. Helga á tvo syni sem eru 4 og 7 ára.

Sparisjóðurinn býður Helgu Dögg velkomna í starfsmannahópinn.