Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins opnar heimasíðu

0
368

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. sem tók til starfa þann 1. janúar 2013, hefur opnað heimasíðu. Starfsmannahópur fyrirtækisins samanstendur að mestu af ráðunautum og starfsfólki sem áður starfaði hjá Bændasamtökum Íslands og búnaðarsamböndum um allt land.

Starfsstöðvar RML
Starfsstöðvar RML

 

Starfsmenn búa því yfir mikilli reynslu og þekkingu á starfsumhverfi landbúnaðarins. Ráðgjafarmiðstöðin (RML) býður bændum og öðrum aðilum upp á fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu.

Starfsmenn RML eru um það bil 50 talsins og starfa víðs vegar um landið.

Starfsemi fyrirtækisins skiptist í þrjú meginsvið;

  • Búfjárrækt
  • Nytjaplöntur
  • Rekstur og nýsköpun

Undir búfjárræktarsviði eru allar búfjárræktargreinar og þar undir starfa fimm faghópar. Þá tilheyrir því sviði skýrsluhald í búfjárrækt. Undir nytjaplöntusviði eru þrír faghópar. Því sviði tilheyrir einnig landnýting. Undir rekstrarsviði eru fjórir faghópar auk þess sem hópur ráðunauta starfar þvert á önnur svið.

rml.is