Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 26 janúar

0
79

Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2013 fari fram þann 26. janúar. Framboðsfrestur rennur út þann 7. des. nk. klukkan 18:00.

„Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í alþingiskosningunum. Frambjóðendur þurfa að skila inn meðmælum 20 flokkbundinna einstaklinga í kjördæminu.

Hver  flokksmaður getur staðið að meðmælum við allt að sex framboðum,“ segir í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum

Nánari upplýsingar um prófkjörið og eyðublöð fyrir framboð er hægt að fá hjá Guðmundi Skarphéðinssyni, starfsmanni kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, í síma 892-1846 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gs18@simnet.is. Hann tekur jafnframt við framboðum.