




Bókavörður bókasafnsins í Stórutjarnaskóla, Álfheiður Þórðardóttir auglýsti Prjónakaffi s.l. fimmtudag, þetta er ekki ný kaffitegund, heldur var verið að bjóða uppá kaffi og huggulega kvöldstund við hannyrðir. Þetta prjónakaffi lukkaðist ljómandi vel og komu 11 konur með handavinnu, dukku kaffi eða te og gæddu sér á smákökum, í bland við skemmtilegt spjall.
Bókasafnið er opið á þriðjudögum kl.14:30-16:30 og fimmtudögum kl.19:30-21:30.
Fólk er ætíð velkomið með handavinnu á opnunartíma safnsins og alltaf er te og kaffi í boði.
Áhugi var á að hafa fleiri prjónakvöld og var ákveðið á staðnum að hafa prjónakvöld, 6. apríl og 27. apríl. Handavinnubækur og blöð liggja frammi, þar er hægt að skoða, fá hugmyndir og grúska.