Píratar staðfesta framboðslista í norðausturkjördæmi

0
221

Framboðslista Pírata í Norðausturkjördæmi var staðfestur í gær. Tíu dagar eru síðan kjöri í prófkjörinu lauk. Kosningarétt höfðu þeir sem skráðir höfðu verið í minnst 30 daga í Pírata sem voru 260. Af þeim kusu 78 eða um 30%.

piratar

 

Að loknu prófkjöri var raðað í sæti 10. – 20. áður en hann var lagður fram til staðfestingar. Þar kusu 49 og 39 staðfestu listann. Þetta er fyrsti listinn sem Píratar staðfesta.

Listinn er eftirfarandi:

1. Einar Brynjólfsson
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
3. Hans Jónsson
4. Gunnar Ómarsson
5. Sævar Þór Halldórsson
6. Helgi Laxdal
7. Gunnar Rafn Jónsson
8. Albert Gunnlaugsson
9. Íris Hrönn Garðarsdóttir
10. Jóhannes Guðni Halldórsson
11. Stefán Víðisson
12. Martha Elena Laxdal
13. Garðar Valur Hallfreðsson
14. Linda Björg Arnheiðardóttir
15. Þorsteinn Sigurlaugsson
16. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir
17. Sigurður Páll Behrend
18. Hugrún Jónsdóttir
19. Unnar Erlingsson
20. Kristrún Ýr Einarsdóttir