PCC BakkiSilikon – Stóra stundin að renna upp

0
221

Það er sannanlega stór stund fram undan hjá PCC BakkiSilicon nú í kvöld kl 20:00. Allt er til reiðu að hefja upphitun Birtu, annars tveggja ljósbogaofna Kísilversins á Bakka. Frá þessu segir á vef PCC BakkaSilikon í dag.

Að undanförnu hafa komið upp einstök atriði við prófanir sem hafa valdið töfum á gangsetningu, en tekist hefur að finna lausnir á þeim vandamálum og allt er tilbúið núna. Gangsetningar ferlið er í stuttu máli þannig að fóðringar ofnsins eru bakaðar með því að auka hægt og rólega afl ofnanna. Eftir rúma fimm daga verður skammtað fyrsta hráefninu inn á ofninn samfara frekari aflaukningu. Eftir rúma viku hefur verið náð fullu afli, 24 MW á ofninn og þá verður einnig tappað út fyrsta málminum okkar. Allt afgas frá ofninum verður flutt í gegnum reykhreinsivirki frá byrjun ferlisins.

Við hvetjum alla til að hafa samband við okkur vakni spurningar út af einhverju sem varða rekstur PCC BakkiSilicon. Netfang, info@pcc.is og sími 464 0060. Vegna mála sem leysa þarf úr strax verður hægt nú í upphafi rekstrar að hringja í síma verksmiðjuvaktar 464 0077.