Eftir um það bil klukkustund á að hita fyrri ofn PCC BakkaSilikon sem hlaut nafnið Birta og hefur verið í upphitunarferli í nokkra daga, enn frekar upp með að setja þurrt og hreint timbur í hann. Allt afsog í þessu ferli mun fara í gegnum reykhreinsivirkið en veðuraðstæður í dag eru þannig að það er norðanátt, svo það er mögulegt að einhver lykt berist til Húsavíkur.
Frá þessu segir í tilkynningu frá PCC BakkaSilikon í dag.
Ekki tókst að hlaða hráefni í ofn PCC BakkaSilikon eins og til stóð í gær. Þar sem öryggi er okkur efst í huga, var ákveðið að hita ofninn upp í einn dag í viðbót til leyfa meiri raka að gufa upp frá ofnhleðslunni.
Reiknað er með að fyrsta málminum verði tappað af í kvöld.