Parhús risið við Melgötu

0
518

Sl. mánudag var byrjað að reisa parhúsið sem Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. eru að láta byggja við Melgötu 6 í Ljósavatnsskarði. Framkvæmdir ganga heldur betur vel, húsið er risið og verið er að ljúka við frágangsvinnu að utan.

Mynd af vef Þingeyjarsveitar

Reiknað er með að þeirri vinnu ljúki í næstu viku og þá verður hægt að hefjast handa innan dyra. Frá þessu segir á vef Þingeyjarsveitar í dag.

Faktabygg Ísland ehf. sér um framkvæmdina og um er að ræða tilbúnar timbureiningar innfluttar frá Noregi. Þá hefur veðrið verið hagstætt við reisingu hússins en það er ekki sjálfsagt á þessum árstíma.

Fleiri myndir má skoða á vef Þingeyjarsveitar