Óvissustig vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi

0
91

Að höfðu samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík lýsir ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Frá þessu er sagt af vef Almannavarna.
Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

294

 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafir vegna jarðskjálfta.
Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum.
Varnir fyrir jarðskjálfta má finna hér
Viðbrögð við jarðskjálfta má finna hér