Óskarsframlag Íslands valið í byrjun september – Hrútar eða Fúsi ?

0
99

Kvikmyndavefurinn IndieWire fjallar í grein sem birtist þar nýlega, um þær myndir sem miðillinn telur koma til greina sem framlag viðkomandi landa til Óskarsverðlaunanna (besta erlenda myndin), en þær eru alls vel á fjórða tug. IndieWire telur að valið á Íslandi komi til með að standa á milli Hrúta og Fúsa. Frá þessu segir á vefnum klapptré.is

Hrútar plagat

Kosning um framlag Íslands til Óskarsins fer fram dagana 2.-7. september. Kosningarétt hafa meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Kosið er á milli fimm kvikmynda.

Þær eru:

  • Austur
  • Fúsi
  • Grafir og bein
  • Hrútar
  • Webcam

Kosningin er rafræn og fer fram meðal meðlima ÍKSA.

klapptré.is