
Við guðsþjónustu í Hálskirkju í Fnjóskadal 12. nóvember næstkomandi kl. 14.00 verður nýtt orgel kirkjunnar vígt. Það leysir eldra orgel af hólmi sem hafði þjónað Hálssókn vel um árabil en hljóðnaði skyndilega í miðri fermingarmessu fyrir um tveimur árum síðan.
Á hið nýja hljóðfæri mun Dagný Pétursdóttir organisti sóknarinnar leika og stýrir um leið söng kirkjukórsins við hátíðlega athöfn.
Að lokinni guðsþjónustu og orgelvígslu verður viðstöddum boðið í veglegt messukaffi í Skógum.
Verið öll hjartanlega velkomin!
