Öræfabræður Húsavíkurmeistarar í Boccia

0
351

Þeir Ásgrímur Sigurðsson og Kristján Valur Gunnarsson frá Lækjarvöllum í Bárðardal, sem kalla sig Öræfabræður, komu, sáu og sigruðu á Opna Húsavíkurmótinu í Boccia sem fram fór um sl. helgi. Mótið, sem er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda, var haldið nú í 29 skipti í Íþróttahöllinni.

Til leiks mættu 34 lið, eins og á alvörumótum var fyrirkomulag þannig að fyrst var riðlakeppni, undanriðlar, milliriðlar og svo úrslit um sæti og öll liðin 8 sem komust í úrslit hlutu vegleg verðlaun frá fyrirtækjum sem styrktu mótið. 640.is segir frá.

Mótið tókst í alla staði vel, góð þátttaka að venju er sýnir enn einu sinni að bæjarbúar og fyrirtæki eru tilbúin að styðja við bakið á Bocciadeildinni með þátttöku, en þetta er fjáröflun fyrir deildina í formi firmakeppni.

Lesa má nánar um mótið á 640.is.