Opinn fundur með frambjóðendum Sjálfstæðisflokks

0
65

Fyrr í vetur var stofnað félag sjálfstæðiskvenna í Suður-Þing.  Félagssvæðið nær yfir sveitarfélögin Mývatnssveit, Þingeyjarsveit og Tjörneshrepp.

Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Félagið heldur opinn félagsfund miðvikudaginn 6. mars kl. 20:30 í Staðarhrauni Aðaldal.
Á fundinn koma frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þar fer fremst í flokki Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari sem hlaut glæsilega kosningu í annað sæti listans.
Fundurinn er öllum opinn.