Opinn dagur í Seiglu á morgun laugardag

0
112

Opinn dagur í Seiglu – miðstöð sköpunar og Bókasafni Reykdæla verður á morgun laugardaginn 5. nóvember kl. 13 – 16.

Litlulaugaskóli haus

 

Þar geta gestir séð breytingar á bókasafninu og kynnt sér  handverksstofurnar. Flutt verða þrjú erindi sem eru:

  • Sverrir Haraldsson framhaldsskólakennari fjallar um sögu Bókasafns Reykdæla en hann gaf nýverið út bók þess efnis.
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála á Akureyri og Halla Birgisdóttir umsjónarmaður Punktsins koma og segja frá uppbyggingu og starfsemi Punktsins.
  • Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Aurora Observatory segir frá uppbyggingu og framtíðarsýn norðurljósarannsóknarstöðvarinnar á Kárhóli.

Boðið upp á léttar veitingar og eru íbúar hvattir til að koma og eiga góðan dag saman.