Opið hús á Þeistareykjum á sunnudag

0
121

Bygging Þeistareykjavirkjunar verður kynnt sunnudaginn 3. júlí á milli kl 14 og 17:00. Boðið verður upp á skoðunarferðir um svæðið og léttar veitingar. Skoðunarferðirnar hefjast á heila tímanum, þ.e.a.s. kl. 14, 15 og 16. Hver ferð ásamt kynningu tekur tæpa klukkustund.

Tölvuteiknað stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar
Tölvuteiknað stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar

 

Landsvirkjun hefur unnið að uppbyggingu jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum til margra ára en rannsóknir gefa til kynna að svæðið bjóði upp á mikla möguleika.

Gert er ráð fyrir að bygging 90 MW virkjunar í tveimur áföngum verði fyrsta skrefið að sjálfbærri jarðvarmavinnslu á svæðinu. Áætlað er að virkjunin hefji rekstur haustið 2017.