Óli Halldórsson býður sig fram til embættis varaformanns VG

0
333

6.-8. október verður haldinn landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Á þeim fundi mun ég bjóða mig fram til embættis varaformanns Vinstri grænna. Mun ég því nýta tímann næstu vikurnar og kynna fyrir félögum í flokknum og almenningi pólitísk stefnumið mín.

Mikill hljómgrunnur er í samfélaginu fyrir skýrum áherslum Vinstri grænna og hefur hreyfingin fest sig í sessi sem eitt öflugasta stjórnmálaafl á Íslandi. Nú er lag til frekari sóknar fyrir hreyfinguna.

Næsta vor fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að flokkurinn nýti þau sóknarfæri sem hann hefur. Þá er einnig eðlilegt að í forystu flokksins veljist fólk með sæti í sveitarstjórn til að liðsinna við undirbúning kosninganna.

Ég er …

… starfandi og virkur innan Vinstri grænna og hef verið til nokkurra ára

… í sveitarstjórn Norðurþings fyrir hönd hreyfingarinnar. Frá sveitarstjórnarkosningunum 2014, þar sem Vinstri græn hlutu 27% fylgi í Norðurþingi, hefur hreyfingin verið aðili að meirihlutasamstarfi þar sem ég hef verið formaður byggðarráðs.

… í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi frá síðustu kosningum til Alþingis og hef tekið sæti á þingi sem varaþingmaður. Sjá:  http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1314

… virkur í náttúruverndarmálum og hef verið um alllangt skeið og er nú formaður svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og sit þar einnig í stjórn.

Ég vil …

… leggja mig fram um að brúa bil milli hópa og sjónarmiða, t.a.m. milli ungs fólks og eldra og ekki síður milli höfuðborgar og landsbyggðar

… vinna að því að breikka grunn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

… koma meginmálefnunum Vinstri grænna, s.s. félagshyggju, jöfnuði og umhverfisvernd, í framkvæmd víðar og betur um allt land, ekki síst á sveitarstjórnarstiginu.

… færa stóru málin inn á vettvang nærsamfélaga og sveitarfélaga, s.s takast á við loftlagsmálin af alvöru

… leggja hönd á plóg í innra starfi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Frekari persónulegar upplýsingar:

Fæddur 10. maí 1975

Alinn upp á Húsavík og búsettur þar. Ættir víða um NA-land; í Vopnafjörð og Þingeyjarsýslur

Aðalstarf:  Forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga (frumkvöðull, stofnandi)

Giftur Herdísi Þ. Sigurðardóttur, skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík

4 börn

Auk Húsavíkur búið á höfuðborgarsvæðinu um árabil (í 3 sveitarfél. – Rvk,-Seltjnes-Kóp) + stuttlega á Englandi í námi

Menntun í heimspeki, umhverfisfræði og uppeldisfræði (BA, MA, kennsluréttindi)